Færslur: 2011 Desember

22.12.2011 20:45

Jólakveðja

Kæru félagsmenn og aðrir velunnarar.

Okkar bestu óskir um gleðileg jól,
gott og farsælt komandi ár.
Bestu þakkir fyrir samstarfið á árinu.
Hittumst heil!

Jólakveðja,
stjórn Ljóssins

12.12.2011 21:25

Jólafrí


Kæru félagsmenn og aðrir velunnarar Ljóssins.

Nú erum við komin í jólafrí, öll starfsemi félagsins
liggur niðri, þar til á nýju ári.
En ykkur er velkomið að koma til okkar fyrirbænum í síma 868-7542 eða senda á netfangið ljosid1@simnet.is
Hafið það gott á aðventunni.

Starfsemi hefst á nýju ári, 9. janúar, með opnum bænahring kl. 19:30.
Hægt er að smella á "viðburðir" í valmyndinni hér að ofan. Við erum búin að setja inn það helsta sem verður í gangi í janúar.  Ef eitthvað bætist við viðburðardagatalið munum við setja það jafnharðan inn.
                                       
Stjórnin

Kærleikskorn:
Framkoma mín er full af kærleik, gleði og ljósi.

07.12.2011 21:21

Helgin framundan

Það verður nóg um að vera hjá Ljósinu um komandi helgiÞað er von okkar að sem flestir komi og nýti sér það sem verður í boði. 

- 10. desember (laugardagur)  kl. 12-14.  Frí heilun í Ljósinu Ólafsvegi 16nh.

- 11. desember (sunnudagur) kl. 20:00.  Jólafundur Ljóssins.  Gestur fundarins, Þórhallur Guðmundsson.  Allir velkomnir.  Aðgangseyrir 500,-          (hægt að skoða auglýsingu hér neðar á síðunni)

- 12. desember (mánudagur)   Þórhallur Guðmundsson, sambandsmiðill, starfar hjá Ljósinu. Tímapantanir í síma 868-7542.
-Fullbókað-

- 12. desember (mánudagur) kl. 19:30.  Opinn Bænahringur


Stjórnin

01.12.2011 14:45

Jólafundur

Jólafundur Ljóssins verður haldinn sunnudaginn 11. desember nk. kl. 20:00 í Ólafsvegi 16 nh.

Gestur fundarins verður Þórhallur Guðmundsson, sambandsmiðill.

Boðið verður upp á kaffi - jólaöl - piparkökur - konfekt

Eigum saman góða stund í andlegu umhverfi

Aðgangseyrir 500,-

Stjórnin


Við minnum á að Þórhallur Guðmundsson starfar hjá Ljósinu mánudaginn
12. desember. Tímapantanir í síma 868-7542

  • 1
Flettingar í dag: 110
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 23
Gestir í gær: 8
Samtals flettingar: 223707
Samtals gestir: 50328
Tölur uppfærðar: 19.2.2020 11:32:40

Tenglar