Færslur: 2012 Febrúar

29.02.2012 12:51

Opið hús

Opið hús
Laugardaginn 3. mars nk.
kl. 12-14


Gestur, Kristjana Sigurjónsdóttir, læknamiðill.
Boðið verður upp á heilunarfund

Aðstaða Ljóssins verður til sýnis
Það verður heitt á könnunni

Við erum til húsa í
Ólafsvegi 16 nh.

Verið velkomin

stjórnin


Ath. ykkur er velkomið að senda okkur línu í tölvupósti ljosid1@simnet.is og bara hringja í síma 868-7542, ef ykkur liggur eitthvað á hjarta varðandi upplýsingar.

24.02.2012 13:42

Viðburðir

Framundan í Ljósinu.

Það er alltaf eitthvað um að vera hjá okkur í Ljósinu, Ólafsvegi 16nh.

25. febrúar (laugardagur)   Frí heilun milli kl. 12-14.  Upplýsingar í síma
868-7542

27. febrúar (mánudagur)  Opinn bænahringur kl. 19:30.

Laugardaginn 3. mars ætlum við að breyta út af vananum.  Kristjana
Sigurjónsdóttir, læknamiðill,
verður gestur okkar og mun bjóða upp á
heilunarfund.  Fundurinn hefst kl. 12:00 og eru gestir vinsamlegast beðnir að mæta
tímanlega.

Lára Halla Snæfells, mun starfa hjá Ljósinu í mars.  Þeir sem hafa áhuga á að fá tíma hjá henni er vinsamlegast bent á að hafa samband.  Gott er að vita fyrirfram hvort það er áhugi að fá tíma hjá henni.  Sendið okkur línu á ljosid1@simnet.is

Gaman væri að fá frá ykkur lesendum, hugmyndir, hvað þið viljið hafa í boði á opnu húsi á laugardögum.  Verið óhrædd að senda okkur línu með hugmyndum á netfangið ljosid1@simnet.is.

20.02.2012 23:13

Fréttir af aðalfundi


Aðalfundur Ljóssins
var haldinn í Ólafsvegi 16nh, mánudagskvöldið 20. febrúar.
Starfsárin 2010 og 2011 voru gerð upp.

Dagbjört Gísladóttir, formaður stjórnar, flutti skýrslur 2010 og 2011.  Í skýrslunum var greinagóð lýsing á starfsemi Ljóssins á liðnum starfsárum. Fjöldi félagsmanna er nú 37.  En það er örlítil fækkun frá árinu á undan. Opinn bænahringur var á mánudagskvöldum,  miðlar voru fengnir til starfa, boðið var upp á fría heilun á laugardögum, nú á haustdögum 2011, sem fólk hefur verið að nýta sér og margt fleira ágætt.

Rósa Jónsdóttir, gjaldkeri,  fór yfir ársreikningana. Hagnaður varð á reksrinum árið 2010 en árið 2011 kom út með tapi. 

Smávægilegar breytingar urðu á lögum félagsins.

Dagbjört Gísladóttir var endurkjörinn formaður, Rósa Jónsdóttir endurkjörinn gjaldkeri, Ásdís Pálmadóttir endurkjörinn ritari og Hulda G. Jónsdóttir var kjörin varamaður í stjórn.  Sigríður S, Jónsdóttir gengur úr varastjórn og fær hún þakkir fyrir hennar störf.

Samþykkt var að félagsgjald 2012 yrði 1600,- og verður það sent út von bráðar.

Góð umræða skapaðist um framtíðaráform félagsins og er það komið í hendur stjórnarinnar að vinna úr hugmyndum.

Þetta var góður fundur!

18.02.2012 15:12

Aðalfundur

Aðalfundur Ljóssins

verður haldinn mánudaginn 20. febrúar nk.  Hefst með bænahring kl. 19:30

Dagskrá:

Opinn bænahringur hefst kl. 19:30-20:00

-kaffipása og spjall-

Aðalfundur hefst að lokinni kaffipásu
Venjuleg aðalfundastörf

Félagsmenn eru hvattir til að mæta og nýjir félagar velkomnir.

Stjórnin

Lög félagsins

16.02.2012 18:31

miðill

Lára Halla Snæfells er væntanleg í mars.

Erum byrjuð að skrá niður á biðlista. Áhugasamir hafði samband í síma 848-7542 eða senda tölvupóst á ljosid1@simnet.is. Þeir sem skrá sig á biðlista ganga fyrir þegar verður farið að skrá niður hjá henni.
 

09.02.2012 20:44

Póstlisti Ljóssins

Erum að safna netföngum á póstlistann okkar.

Ef þú hefur áhuga á að fá fréttir af starfi Ljóssins, í tölvupósti, sendu þá upplýsingar um nafn og netfang á, ljosid1@simnet.is og við setjum þig á listann.

 
Stjórnin
  • 1
Flettingar í dag: 32
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 23
Gestir í gær: 8
Samtals flettingar: 223629
Samtals gestir: 50327
Tölur uppfærðar: 19.2.2020 10:29:28

Tenglar