Færslur: 2014 September

28.09.2014 07:16

Miðill 19. okt 2014
Jón Lúðvíks, sambandsmiðill, starfar hjá Ljósinu

sunnudaginn 19.október n.k

 Upplýsingar/pantanir í síma 868-7542.

netfang:  ljosid1@simnet.is

Stjórnin


28.09.2014 07:07

AðalfundurAðalfundur Ljóssins var haldinn í Ólafsvegi 16nh, laugardaginn 27. september.
Starfsárin 2012 og 2013 voru gerð upp.  Mættir voru 10 félagar.

Dagbjört Gísladóttir, formaður stjórnar, flutti skýrslur 2012 og 2013.  Í skýrslunum var greinagóð lýsing á starfsemi Ljóssins á liðnum starfsárum. Fjöldi félagsmanna er nú 44.  En það hefur fjölgað í félaginum undanfarin tvö ár. Ýmislegt hefur verið í boði hjá Ljósinu þessi tvö ár.  Frí heilun, opnir heilunarfundir auk þess voru miðlar fengnir til starfa.  Dagbjört þakkaði Kristjönu Sigurjónsdóttir fyrir hennar stuðning til félagsins og einnig þakkaði hún þeim fjölmörgu gestum og félagsmönnum sem heimsóttu Ljósið og tóku þátt í viðburðum.

Rósa Jónsdóttir, gjaldkeri,  fór yfir ársreikningana. Hagnaður varð á reksrinum árið 2012 um kr. 44 þúsund en árið 2013 kom út með 29 þúsund kr  tapi.  

Engar breytingar urðu á lögum félagsins.

Fráfarandi stjórn Ljóssins var endurkjörin, Dagbjört Gísladóttir sem formaður, Rósa Jónsdóttir sem gjaldkeri, Ásdís Pálmadóttir sem ritari og Hulda Gerður Jónsdóttir í varastjórn. 

Samþykkt var að félagsgjald 2015  verður 1800 kr.

Góð umræða skapaðist um framtíðaráform félagsins og er það komið í hendur stjórnarinnar að vinna úr hugmyndum.

Þetta var góður fundur!

23.09.2014 12:56

Vetrarstarfið að hefjastOpinn fundur í Ljósinu

 

Laugardaginn 27. september nk.  kl. 11-13

 

Dagskrá:

Aðalfundur samkv. lögum félagsins

 

Vetrarstarfið rætt

 

Læknamiðillinn Kristjana Sigurjónsdóttir mætir og verður með heilunarstund að aðalfundi loknum.

 

 

Boðið upp á kaffi og léttar veitingar

 

Nýjir félagar velkomnir

 

Stjórnin

 

heimasíða:  www.ljosid.123.is

 

 

  • 1
Flettingar í dag: 32
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 23
Gestir í gær: 8
Samtals flettingar: 223629
Samtals gestir: 50327
Tölur uppfærðar: 19.2.2020 10:29:28

Tenglar